Title | : | Smásögur heimsinsAsía og Eyjaálfa |
Author | : | |
Rating | : | |
ISBN | : | - |
ISBN-10 | : | 9789935487971 |
Language | : | Icelandic |
Format Type | : | Paperback |
Number of Pages | : | 312 |
Publication | : | First published October 9, 2018 |
Smásögur heimsinsAsía og Eyjaálfa Reviews
-
Það er sama með þessa bók og fyrri bækur í þessari ritröð að ég hafði gaman að lestrinum. Þetta er áhugavert safn, sem nær yfir stórt svæði og langt tímabil, en myndar samt góða heild.
En eins og gerist með allar svona safnbækur þá höfða sumar sögur betur til mín en aðrar. Til dæmis fannst mér sagan Ýldufýla eftir Indónesíska höfundin Eka Kurniawan þreytandi, öll sagan er í einni málsgrein. Það er aðferð sem mér leiðist. Hreinlega þreytandi að lesa söguna, þrátt fyrir að hún sé að vissu leiti áhrifamikil.
Sagan sem mér fannst sterkust í safninu er sagan Falið ljós hlutanna eftir Mai Al-Nakib sem er frá Kúveit. Hún segir frá konu sem hefur verið tíu ár í haldi mannræningja, en er að koma heim í upphafi sögu. Sagan er sögð frá sjónarhorni dóttur konunnar og konunnar sjálfrar til skiptist þannig að lesandinn fær tvö mismunandi sjónarhorn á sama viðburð.
Sagan eftir hinn Norður Kóreska Bandi, Aldjefli, var áhugaverð fyrir hvaðan hún kom. Hún veitir vissa innsýn í land sem er hræðilega lokað, en er sem smásaga kannski ekki með því besta sem er að finna í þessari bók.
Á heildina litið þá líkaði mér meiri hluti smásagnanna vel. Gott safn og þakklátt framtak, sem ég hafði gaman að lesa. -
Þetta var rosalega fróðleg sýn inn í líf í ýmsum löndum sem maður hefur ekkert kynnst og veit greinilega afskaplega lítið um, miklu minna en ég hélt.
Það er mikil kúgun, fátækt og örvænting í gangi en samt eru sögurnar í þessu safni alls ekki eins dimmar og sorglegar og í Suður-Ameríku safninu, þannig að maður er ekkert að gefast upp.
Það voru hins vegar engar sögur sem mér fannst virkilega framúrskarandi góðar, kannski helst sögurnar frá Pakistan og Indlandi, sem báðar fjalla um aðskilnað landanna 1947. -
las þessa í ljúfu fríi á vestfjörðum og fílaði í botn!
smásaga á hverjum næturstað, fyrir morgunkaffið, fyrir svefninn 🫶
elska að kynnast nýjum höfundum ⚡️ fannst þessi bók svo aðgengileg. gott touch að hafa smá um höfundana á undan hverri smásögu.
ætla sko að kaupa hinar bækurnar og hlakka til
ætla líka að lesa meira eftir suma höfundana eins og td beth yahp já takk 🏄♂️ -
Þetta er þriðja bindið í þessari frábæru ritröð, Smásögur heimsins. Ég hlakka eins og ávallt til næsta bindis en held þó að erfitt verði að toppa Asíu og Eyjaálfu. Uppáhaldssögur eru nokkrar en nefni t.d. Pakistan og Kuwait.